Norðurljós 3 – Krákurnar þrjár

0 out of 5

kr. 4.000

Höfundur mynda og texta : Malin Falch

Norðurljós 3 – Krákurnar þrjár (2024) – Útgefandi: Froskur

Velkomin til hálendinga!

Lotta notar töframátt sinn til að komast inn fyrir ósýnilegan skjöld Hálendinga sem verndar ættbálkinn gegn alls kyns hættum. Með henni í för eru Sonja og Björn sem komast loksins á leiðarenda til dularfulla Hálendingaættbálksins. Hálendingarnir eru þekktir fyrir töfrakunnáttu sína og vinsemd, en Ravnda, leiðtogi þeirra geymir fjölskylduleyndarmál um krákasysturnar þrjár og örlög þeirra sem hafði djúp áhrif á uppeldi Lottu. Sonja er ráðvillt en ætlar að einbeita sér að því að finna frænda sinn Henrik, en til þess þarf hún hjálp Aspar sem féll í gjá eftir að hafa lent í slagsmálum við tröllið Þrym.
Innbundin 184 síður

Lýsing