Ástríkur í Piktalandi

0 out of 5

kr. 2.490

Ástríkur í Piktalandi (2017) – Útgefandi: Froskur

Höfundar: Albert Uderzo teiknari og René Goscinny rithöfundur

Það er kuldalegt um að litast í Gaulverjaþorpinu. Háir snjóskaflar og erfitt fyrir Steinrík að veiða villisvín. En göngutúr á strönd finnst honum skemmtilegt. Hver veit, það finnst svo margt skrítið á ströndinni. Það er einmitt það sem gerist þegar Steinríkur og Ástríkur labba um ströndina við þorpið. Stór ísklumpur með skrítnum manni í hefur rekið að strönd þorpsins.

Þeir fara með hann í þorpið til að bjarga honum. Loksins rankar Mak Legur við sér, raddlaus útskýrir hann að hann vilji ólmur komast til síns heima. Ástríkur og Steinríkur fylgja honum til heimkynna hans Piktalands og kemur þá í ljós að Rómverjar eru þar líka að reyna að koma landinu undir sína stjórn.

Kosningar eru á næsta leiti og framtíð Piktanna veltur á því hver verði kosinn, ef Mak Rill nær kosningu verða Piktar undirgefnir Rómaveldi. Það eru ekki allir sáttir við það.

Innbundin 48 síður

Lýsing

Höfundar: Albert Uderzo teiknari og René Goscinny rithöfundur

Höfundar: Albert Uderzo teiknari og René Goscinny rithöfundur

Meiri upplýsingar

Höfundur

Goscinny & Uderzo