Lýsing
Höfundar:
kr. 3.150
Pálína Klara Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, þarf að sætta sig við nýtt líf nú þegar mamma hennar er komin í hjólastól og pabbi hennar, Maðurinn, er byrjaður að hitta aðra konu.
Það reynist henni ekki auðvelt en það er aldrei lognmolla í kringum Pálínu: Hún rænir Sebru til að reyna að koma vitinu fyrir Manninn, stofnar ísfyrirtæki með vinunum, sér njósnafélaginu fyrir verkefnum, stækkar vaxmyndasafnið sitt og skipuleggur ævintýralega fjársjóðsferð á æskuslóðir foreldra sinna með mömmu sinni, Páli, besta vini sínum, afa Osti hershöfðingja, Lúdmílu heimahjúkrunarkonu, Loga, Rósa og Kurra.
Beðið eftir kraftaverki er önnur bókin af þremur í bókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen.
Stórkostlega skemmtileg, sorgleg, hjartnæm og hugljúf saga eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar og verðlaun, meðal annars hin virtu þýsk-frönsku barnabókaverðlaun.
Innbundin 200 síður
Höfundar: