Lukku-Láki – Þverálfur járnbrautin

0 out of 5

kr. 5.000

Lukku-Láki – Þverálfur járnbrautin (1981) – Útgefandi: Fjölvi

Höfundur: Morris

Bakgrunnur bókarinnar er glæsilegur kafli í sögu villta vestursins, þ.e. lagning járnbrautarteina milli austur- og vesturstrandar Bandaríkjanna sem lokið var við árið 1869. Lukku Láki er ráðinn af járnbrautarfélaginu til að hafa eftirlit með járnbrautarlagningunni frá Dauðyfladal vestur til Kaliforníu. Leiðin er löng og ströng og verkamennirnir þurfa að yfirstíga ýmsar hindranir og hættur á leiðinni, svo sem herskáa indíána, himinhá fjöll, snarbrött gljúfur og skrælnaðar eyðimerkur. Ekki bætir úr skák að þar sem lagning járnbrautarinnar ógnar starfsemi póstvagnaþjónustunnar sendir aðaleigandi hennar, Villi svarti, hóp illvirkja til að spilla fyrir lagningu teinanna.

Innbundin 48 síður

Lýsing

Höfundar: Morris teiknari og Goscinny rithöfundur