Sagan af því þegar Grýla var ung

0 out of 5

kr. 2.750

Sagan af því þegar Grýla var ung … (2020) – Útgefandi: Óðinsauga

Höfundar: Kristín Heimisdóttir og Cecilia Latella

Hátt uppi í fjöllunum bjó Grýla litla ásamt foreldrum sínum, þeim Klofintanna og Grettingná, og átta systkinum í stórum helli. Þangað hafði enginn maður nokkru sinni komið og þess vegna vissi enginn hvar hellirinn var staðsettur. Tröllafjölskyldan lifði því öruggu og áhyggjulausu lífi, án mannfólks. Það breyttist þó allt einn fallegan haustdag þegar hópur fiskimanna lagði leið sína upp í fjöllin til að komast að því hvaðan undarleg hljóð bárust … Þennan haustdag hvarf Grýla litla að heiman og líf hennar og allrar fjölskyldunnar breyttist fyrir lífstíð. Í kjölfarið kynntist hún mikilli grimmd og mannvonsku og hét því að hefna sín á mannfólkinu þótt það tæki hana alla ævina.

Innbundin 58 síður

Lýsing

Höfundar: Kristín Heimisdóttir rithöfundur og Cecilia Latella teiknari