Loðmundur – Gráðuga hafmeyjan

0 out of 5

kr. 1.700

Loðmundur – Gráðuga hafmeyjan (2017) – Útgefandi: Froskur

Höfundar: Pierre Bailly og Céline Fraipont

Loðmundur er lítill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi þegar hann vaknar á morgnanna og undirbýr sig að fara í skólann. Á leiðinni þangað opnast jörðin fyrir fótum hans og hann kútveltist í allskyns ævintýri.

Gráðug hafmeyja, lúin vampíra, gamall skipstjóri, amma lakkrís, Maja og fleiri og fleiri persónur koma við sögu í þessum skemmtilegu textalausu myndasögum. Þær eru ætlaðar yngstu lesendunum sem eru að feta sín fyrstu spor í lífinu, áhyggjulaus gagnvart stóra heiminum sem bíður fyrir utan. Því lífið er alls ekki eins og forskrifuð bók. Ó, nei!

Oft rekast þessar litlu sálir á ókunnar slóðir eða framandi aðstæður sem gerir þeim erfitt fyrir að taka afstöðu í fljótu bragði. Loðmundur er óhræddur við að kynnast öðrum og sér alltaf það jákvæða í öllu. Þar að leiðandi finnst honum ekkert mál að leysa öll vandamál sem verða á vegi hans. En honum þykir alltaf best að koma heim í hlýjuna og kúra hjá foreldrum sínum.

Viltu ekki koma með honum og læra á skemmtilegan hátt um skóla lífsins?

Kilja 36 síður

Lýsing

Höfundar: Pierre Bailly teiknari og Céline Fraipont rithöfundur